Ég hef áhuga á málefnum sem tengjast dulspeki, hinu yfirnáttúrulega o.s.frv. En mér finnst eins og fólkið hérna bara trúir öllu sem það hefur lesið eða séð. Það virðast allir dæma einhverja skrítna hluti sem draugagang án þess að pæla rökrétt í þeim. 95% þessara (óútskýrðu) atvika eiga sér eðlilega skýringu og mér finnst eiginlega enginn hér svo mikið sem hugsa út í það. Fólk er mjög auðtrúa hér… Dragsúgur er ekki draugagangur, svefnlömun er ekki draugagangur, maður getur séð mestu fokkedöp hluti þegar maður er á milli svefns og vöku.
Sumir hér eru bara of desperate að trúa á drauga og galdur og slíkt að þeir gleypa við öllu sem þeir lesa/heyra um þetta. Mér finnst bara að fólk ætti að útiloka ALLA mögulega möguleika á því að þetta hafi verið óútskýranlegt áður en þau stimpla það strax inní hausinn á sér að það hafi orðið fyrir einhverju yfirnáttúrulegu.
…en ég trúi samt á drauga, og tel mig meira að segja hafa séð svoleiðis tvisvar! án djóks..
…ég styð bara rökhugsun! :)