Af hverju segistu trúa á marga djöfla og púka en ekki Satan? Er ekki djöfullinn bara eitthvað sem kaþólska kirkjan fann upp til að halda fólki frá öðrum trúarbrögðum með hræðsluáróðri og hafa stjórn á því? Kirkjan kallaði öll önnur trúarbrögð villutrú eða djöflatrú. Djöfsi karlinn er einhvers konar blanda af hinum gríska Díónýsos, Baphomet musterisriddaranna (sem btw var ekki illur) og drekaminnis úr ýmsum menningarheimum. Við verðum að reyna að afbyggja og þurrka út það sem við lærðum í kristinfræðinni í gamla daga. Lútherska trúin er svo lituð af biluðum afbökunum og staðreyndafölsunum kaþólsku kirkjunnar og eyðimerkubrjáluðum stofnendum hennar (s.s. Páll sem aldrei hitti Jesú). Jesú karlinn og félagar hans í sértrúarsöfnuði Jóhannesar skírara voru e.t.v. ekki svo slæmir en þessi trúarbrögð eru virkilega búin að úrkynjast á 2000 árum. My point being: Satan er ekki til!
Það er ekkert talað um djöfulinn í Gamla testamentinu, heldur er einn og sami guðinn bæði góður og vondur, þó aðallega reiður og refsigjarn. Freistarinn er jú stundum nefndur en hann er einn af englum Jehóvah (guðs) og birtist oftast sem snákur en ekki einhver rauður alvondur karl sem býr neðanjarðar í brennandi báli. Þetta er náttúrulega milklu eðlilegra, því fólk sem býr yfir miklum (guðlegum?) krafti getur bæði beitt honum til góðra og slæmra verka. Máttur guðs Gamla testamentsins er ekki ósvipaður og The Force í Star Wars, menn geta snúist yfir á “the dark side”. Sköpunarverk guðs er þó í meginatriðum af hinu góða, þetta er allt vilji guðs, gott og illt eru aðeins tvær hliðar á sama hlut.
Þetta eru þær hugmyndir sem, svo best sem ég veit, gyðingar hafa um gott og illt og tilvist/tilvistarleysi djöfulsins. Jesú, sem var að sjálfsögðu gyðingur, hafði svipaðar hugmyndir en leit e.t.v meira á heiminn sem baráttu góðs og ills (þó að hann hafi ekki haft fullmótaðar hugmyndir um rauða karlinn). Essenar, sá trúflokkur gyðinga sem Jesú spratt upp úr, voru undir einhverjum áhrifum frá Zoroastríum (Zoroaster=Zarathústra, sbr. Nietzsche), sem eru sagðir hafa fundið upp dúalismann um gott og illt.
Ég vil taka það fram að þetta eru ekki endilega mínar skoðanir, ég er á engan hátt tengdur neinum trúarsöfnuði og lít oftast á mig sem trúleysingja.
Já, by the way, svo þú haldir ekki að ég sé alveg gersamlega klikkuð. Ég þekki allar þessar kenningar þínar um djöfulinn og ég er alveg sammála þeim. Hins vegar má líka ætla að hann sé ímynd af gríska skógarguðinum Pan, en hann var með horn, hala og klaufir og stórt typpi og mjög kynferðislegur.
Var það ekki oftast þannig að þegar ný trúarbrögð komu á sjónarsviðið þá urðu guðir hinna gömlu djöflar hinna nýju??? Ég veit ekki betur.
Og hitt vil ég líka segja að ef fólk ætlar að trúa því að til séu einhverjar æðri verur sem eru voðalega heilagar þá er ekki svo ólíklegt að til séu einhverjar lægri verur sem eru langt í frá eins heilagar og góðar.
En ég er ekki kristin og Satan er kristið hugtak. Þar af leiðandi trúi ég ekki á hann. Í gamla testamentinu var guð ekki algóður. Hann hafði bæði jákvæðar og neikvæðar hliðar. Það var ekki fyrr en í nýja testamentinu sem það var farið að sýna hann sem einhvern algóðan guð fyrirgefningarinnar. Þegar guð var bæði vondur og góður var aldrei þörf á einhverjum vondum kalli, ef svo má segja. Ég man ekki eftir því að, fyrir utan freistarann snákinn, að það hafi neitt verið minnst á djöfulinn fyrr en í nýja testamentinu. Þurfti ekki einmitt þá eitthvað jafnvægi á móti hinu algóða guði? Hvað var þá betra en að koma með djöfulinn?
0