Þið vaðið bæði í villu.
Hugurinn getur starfað á alla mögulega vegu,
búið til áhugaverð heilalínurit eða hvaðanúer
sem hefur sést, án þess að dulspekileg fyrirbæri
hafi verið að verki.
Það þarf ekkert að “plata” einn eða neinn. Trúin
á drauga geturm komið jafnmiklu í verk og
draugurinn sjálfur. Ég sé, þegar allt kemur til alls,
ekki af hverju raunveruleg tilvist drauga ÆTTI að skipta
máli, þegar nóg er að trúa á þá.
Geðveiki er, í mörgum tilfellum EKKI líffræðilegur
sjúkdómur, heldur þjóðfélagslegur. Ef manneskja upplifir
eitthvað sem enginn annar gerir er það gjarna talið
geðveiki, þar sem hún ímyndaði sér eitthvað “raunveriulegt”,
(sbr ofskynjun“). Er trúin á Guð ekki slík ”ofskynjun“?
Enn á ný sé ég ekki að það skipti einhverju meginmáli
hvort hann er til raunverulega eða ekki.
Trúin á hann er EKKI talin geðveiki vegna þess að samfélagið
er sammála. Sá sem hefur ekki sömu skoðanir og samfélagið
er oft á tíðum ”geðveikur“.
Flest lyf gegn geðveiki fela eingöngu í sér að deyfa persónu-
leika einstaklings, gera hann óhæfan um að hugsa, drepa
hugmyndir hans. Það virkar. Þá telur fólk að hann sé
”læknaður“. En í raun er ákveðinn partur af honum horfinn,
þessi partur sem innihélt skoðanir sem ekki þóttu samræmast
raunveruleikanum.
Þess má geta að rafmgansmeðferð sem gjarna er notuð á
geðsjúklinga virkar einmitt af þessari ástæðu.
Þetta er sama prinsíð og þegar maður er laminn í hausinn
og missir minnið. Þið hafið séð þetta í teiknimyndum,
trúiði þessu ekki? Smá fréttir: ÞAÐ GERIST.
Og til að sanna mál mitt má nefna að rafmagnsmeðferðin
var FUNDIN UPP í þeim tilgangi að líkja eftir höfuðhöggi,
án þess þó að valda höfuðáverkum.
Nú ættið þið að sjá að geðveiki, í mörgum tilfellum -
ekki öllum, er þjóðfélagslegur sjúkdómur, samfélagið ákveður
hvað er venjulegt og hvað ekki.
Enn fremur er það samfélagið sem mótar skoðanir ykkar.
Vegna þessa getið þið aldrei vitað hvað er ”rétt“ og ”rangt“,
þessi hugtök hafa enga ljósa merkingu lengur.
Svo dulspeki, hvort sem hún samkæmist ”raunveruleikanum“
eða ekki, er EKKI geðveiki, af þeirri einföldu ástæðu
að hún nýtur ákveðinnar vinsældar.
Og ég ætla biðja ykkur um að nota ekki orðið ”raunverulegt“,
”rétt“ eða ”rangt“ án þess að átta ykkur á að samfélagið
stjórnar því HVAÐ er ”raunverulegt“, ”rétt“ eða ”rangt“.
Vísindalegur sannleikur er, því miður, ekki undantekning,
þó hann sé oft mjög nærri sannleikanum.
Ég hef lokið máli mínu.<br><br>”Allar reglur hafa undantekningu nema þessi"