Hæhæ! Ég verð nú að játa að þetta er í fyrsta skipti sem ég villist inn á þennann dulspekivef huga og vakti margt hér sem skrifað hefur verið áhuga minn, sérstaklega hvað drauma varðar.
Þannig er að ég hef alltaf verið mjög berdreyminn, “dei ja vú” er daglegt brauð hjá mér. Þegar ég var í barnaskóla þótti fátt skemmtilegra í morgunsárið heldur en þegar ég sagði krökkunum frá draumum mínum um nóttina því þeir voru heldur steiktir og meikuðu oft ekkert sens. En nóg með það, hérna er vandamálið: mig dreymdi draum um daginn sem er að smita út frá sér í veruleikann.
Veruleikinn: Fósturpabbi sjómaður og 2 vinir einnig.
Draumurinn:
Vinir mínir eiga að fara á sjó um kvöldið, ég ákveð að keyra þeim niður á bryggju og hjálpa þeim með draslið sitt inn og fá mér kaffi og eina sígó svona áður en þeir fara, þeir sýna mér skipið og niðri (þar sem lestin á að vera) er risa stór salur. Allt í einu er ég lenntur þar og skipstjórinn (maður sem ég kannaðist rosalega við en þekkti ekki) er að fara yfir reglur skipsins og hvort allir séu með allt með sér.. svo sé ég að allt í einu eru fleiri úr vinahópnum komnir um borð á leiðinni á sjó og allir að spurja mig hvort ég ætli ekki með, ég afþakkaði það nú því ég hef alla ævi verið hálf smeykur við sjóinn, ekki vatnshræddur beint en svartur sjórinn hræðir mig samt, en nóg með það. Þegar ég kveð strákana og ætla að fara í land þá er skipið allt í einu komið langt útá haf og stend ég einn út á dekki í stuttermabol í brjáluðu veðri. Ég reyndi að hringja í mömmu og segja henni að ég yrði sennilega á sjó í mánuð og kæmist ekkert heim en eina sem hún hafði áhyggjur af var að ég kæmist ekki í vinnuna sem ég er í núna.. ég fann alveg þvílíka hræðslutilfinningu um mig allann..
BAH! ég vaknaði.. rennandi sveittur og skjálfandi af hræðslu.
Svo fyrir nokkrum dögum kemur annar vinur minn í land og bíður mér bíltúr, við röbbum og spjöllum um hitt og þetta sem gerðist á sjónum og það sem hafi gerst í landi á meðan hann var á sjó.
Um kvöldið hringir fósturpabbi minn í mig og spyr mig hvort ég hafi ekki áhuga að kíkja einn túr einhvern tímann eftir áramótin, tekjurnar væru góðar og svo væri hann þarna líka. Ég sagði já! Og núna hef ég ekki getað hætt að hugsa um drauminn og er ég þvílíkt efins hvort ég eigi að fara á sjóinn eða ekki…
Ég ætla nú ekki að hafa þetta lengra, kannski tilgangslaus grein en ég varð að tjá mig einhvers staðar og hér virðist fólki vera alvara með þessum drauma og dulspeki pælingum. Ykkur finnst kannski sem draumurinn hafi ekki verið það skelfilegur en eins og ég upplifði hann var hann hræðilegur!
kv. “sjómaðurinn”