Það er alveg óþolandi eitt sem gerist stundum fyrir mig. Í skammdeginu þegar ég er að reyna að vakna er maður ótrúlega þreyttur, maður fer á fætur, fær sér morgunmat, og gerir sig til, eða svo heldur maður.. svo allt í einu vaknar maður og maður er búinn að vera uppí rúmi allann tímann og er að verða seinn. Gerist þetta fyrir einhvern annann, þetta er kannski ekki dulspeki en samt skrítið. Af hverju skyldi mann dreyma einhverja morgunvenju? Það gerist aldrei neitt spennandi eins og páfinn í glímu eða einhvað. Bara borða morgunmat, ekkert að flýta mér.