Mig(eða mér) dreymdi einu sinni að ég væri hundeltur af Jólasveinunum og Grýlu og þau ætluðu að borða mig leiðinda draumur.

Í annað sinn dreymi mig að ég væri svífandi um í samkaup í slow motin voða gaman eða þannig.

Einnig hefur mig dreymt að ég væri sitjandi í svona búðarkerru á svakaferð í samkaup voða gaman NOT.

Þegar ég var yngri dreymdi mig eiginlega eingöngu martraðir var líka dauðhræddur að fara að sofa. Amma fór oft með bænir fyrir mig til að róa mig niður. Var meira að segja komin með spólu þegar hún gat það ekki. Því miður virkaði það ekki alltaf.

Allavega í nokkur skipti þegar mér dreymdi martraðir þá birtist hurð í draumnum ef ég gekk inn um hana þá vaknaði ég!!

Hræðilegasta og raunverulegasta martröð sem mér hefur dreymt (hef sagt hana hér áður held ég) var að ég var eitthvað að fikta í tölvunni og eitthvað þegar allt í einu skjótast gaddar út úr músinni. Ég bara hrópa á mömmu og hún kemur og lítur á þetta og ekkert er að músinni svo fer hún og held áfram í tölvunni svo sé einhvern trúð á skjánum minnir mig og finn fyrir að einhver er að reyna að kreysta allan líkamann á mér saman þetta var svo hryllileg tilfinning að ég vaknaði upp og bara tók andköf.

Ég man nú ekki eftir neinum fleiri í bili en fannst bara svona gaman að deila þessu með ykkur ef einhver hefur haft gaman af því að lesa þetta. :)

<br><br>——————————
- Practice makes perfect :)
– A wise man´s words -
- -
- -
——————————