Þegar ég meina önnur veröld þá meina ég önnur veröld.
Allt aðrir litir, allt annað líf, allt önnur form, sköpun og hlutir.
Ef þið pælið í því þá getur verið annar heimur. Jörðin þarf ekki að vera eina sköpunarverkið sem er til.
En vandamálið er það að hugurinn er takmarkaður. Við getum ekki ýmindað okkur aðra liti en við höfum séð og eru til á jörðu, eða heima sem er hvorki með ljós né myrkur eða neitt þar á milli.
Ef það væri til þannig veröld sem væri án ljós og myrkurs og án lita sem er til á jörðu þá gætum við ekki séð hana því við greinum aðeins nokkra liti.
Af hverju geta þá draugar ekki verið til?
Þeir gætu verið í öðrum litum en við svo þeir sjást ekki. Þeir gætu verið frá annari veröld.
Kannski er sálin þannig að hún fer úr líkama okkar í öðrum litum svo hún sjáist ekki og fái frið.
jæja, nóg af bulli. bæ
Vatn er gott