Mig dreymdi að ég ætti aftur heima í raðhúsi í Breiðholti, systir mömmu átti þá líka heima hliðina á okkur þar og þetta dreymdi mig:
Í stað íbúðar systur mömmu, var komin búð við hliðina á okkur. Ég fór í þessa hlýlegu búð (man ekki hvað var selt þarna, var ekkert að spá í því í draumnum) en þarna var tígrisdýr í búri og ég virti það fyrir mér, því tígrisdýr eru virkilega falleg!!! Næsta dag langar mig aftur að sjá tígra, og fer inn, þá allt í einu er bara tígri ekki í búrinu heldur labbabdi um í búðinni og bara ég og hann erum þarna inni! Ég verð flóttaleg og hleyp í burtu og tekst að loka hurðinni áður en dýrið kemst út. Ég fer og segi Óla frænda frá þessu(allt í einu var bara frændi minn inni í minni íbúð. Ég segi honum að tígrisdýr sé laust í búðinni og hann verður forvitinn og vill sjá. Þegar við löbbum út, liggur tígri á lóðinni minni!!!! Við verðum ofsahrædd og hlaupum inn, og tígri á eftir okkur. Svo man ég ekki hvort dýrið komst inn eða ekki því ég vaknaði og sá að ég átti að vera mætt eftir 10 mín. og það tekur mig 20 mínútur að labba í vinnu :/