Að sjá lottómiða þýðir að hluti af lífinu eru að einhverjum hluta örlög. Það er verið að segja þér að sleppa takinu og sætta sig við hlut örlaganna í lífi manns.
Grænn er talinn tákna heilsu, friðsæld, von, vöxt. Dökk grænn er aðeins dekkri og getur táknað peninga, svik, öfundsýki, erfiðleika með að deila og gefur til kynna að maður þurfi að koma jafnvægi á karl og kvenorkuna.
EF hana er að dreyma þetta oft er verið að stressa á skilaboðunum enn meira en gefur líka til kynna að hún hafi ekki meðtekið þau í fyrsta skiptið. Hún sé kannski ennþá að halda í hluti sem hún getur ekki breytt og hún þurfi að læra að sleppa takinu. Henni gæti fundist þú vera of heppinn með hlutskipti þitt í lífinu eða hún þurfi að líkjast þér meira að einhverju leiti, Gæti líka verið að henni finnst þú hafa lag á að aðlaða að þér peninga og kannski er hún öfundsjúk út af því. Kannski ert þú afslappaðri eða hefur þá eiginleika sem hana skortir til að að sættast við örlögin og lifa lífinu til fulls. Ef hún les þetta mun hún væntanlega gera sér ljóst hvað af þessu á við. Draumar hafa nefnilega líka svo mikið að gera með tilfinningavinnu sem kemur inn í hennar reynslu og gefa henni kleift að ná áttum. Stundum þegar maður er með einhver skilaboð úr draumi í huga "veit" maður í hjartanu hvað er verið að segja án þess endilega að "skilja" það með hausnum. Ef hún t.d. "finnur" til öfundsýki eða "finnur" fyrir lukku.
Ef hún fann hinsvegar til þarfar að segja þér frá draumnum þá gæti verið að hún sé að segja þér að þú sért með eitthvað gæfumiða á hendi án þess endilega að gera þér grein fyrir því. Þið vitið betur hvað á við :) Ég er bara að rausa. En láttu mig endilega vita hvað gerist. :)