Jæja.. svo er það þannig að ég /virðist/ geta lesið hugsanir… ofboðslega ósjálfrátt.. En það er svo mjög oft að ég bara veit hluti áður en þeir gerast.. Ég veit hvað fólk heitir bara þegar ég sé það í fyrsta sinn og svo framvegis. Stundum er þetta svo ofboðslega skýrt að mér finnst að þetta sé beinlínis sagt við mig.
Eins og þegar ég var í strætó um daginn þá sat ég og horfði á einhvern gamlan mann, og fór allt í einu að spá í afhverju í and-skvotanum hann ætlaði út á sömu stoppustöð og ég. Alveg eins og það hefði verið sagt við mig.. Svo áttaði ég allt í einu á þessu að ég væri að halda því fram að ég vissi hvar gaurinn ætlaði út OG eins og einhver hafði sagt mér þetta. Ég hugsaði með mér að ég fékk ekki nógan svefn og dinglaði bjöllunni. Nei auðvitað fór hann út á sama stað og ég..
Bara skot út í loftið en.. hefur einhver kynnst þessu áður?