Þetta er í fyrsta sinn sem ég hef komið inn á þetta áhugamál og finnst mér það mjög áhugavert. Ég hef aldrei farið til Miðla og er ekki viss um að ég trúi á þá, en held að ég láti vera af því að heimsækja einn núna bráðlega, út af forvitni.
En mig langar að segja frá tveimur atvikum þar sem að ég held að ég hafi orðið vör við draugagang- bara svona til gamans fyrir þá sem hafa áhuga
Fyrsta skiptið var ég ca. 10 ára. Ég þekkti gamlan mann sem átti heima í mjög gömlu húsi. Mamma hans hafði dáið þegar hann var 17 ára í húsinu og mig minnir að einhver systkini hans hafi einnig dáið í húsinu. Þetta var þriggja hæða hús, og var miðhæðin sér íbúð sem var aldrei farið inn í ekki nema þegar ég var að leika mér. Eitt skiptið þegar ég var að ganga fram hjá húsinu var dregið frá einu glugganum skyndilega og ég sá bara svart, ég spurði gamla manninn hvort hann hefði verið á miðhæðinni og hann sagði nei. Oft þegar ég var í heimsókn hjá honum, þá voru læti í þessari íbúð en mamma hans dó þegar hún féll niður stiga á leiðinni upp í íbúðina frá kjallara. Gamli maðurinn var líka stundum að tala við einhvern í speglinum en ég veit ekki hvort það var út af því að hann var farinn að kalka.
Seinna skiptið var annarstaðar, út á kjalarnesi í gömlu yfirgefnu húsi. Ég var þar með helling af fólki og var ég búin að heyra að það væri draugagangur í húsinu. Eitt kvöldið á meðan að við sátum og borðuðum kvöldmat þá heyrðust rosaleg læti af hæðinni ofan, eins og það væri tugir manna að hlaupa, ég taldi alla við borðið og það voru allir það. Engin spáði í þennan hávaða nema ég og var ég soldið smeik við þetta. Kannski voru þetta lagnirnar í húsinu, en þetta var allaveganna soldið furðulegt.
Ég er venjulega ekkert næm fyrir hlutum, í húsi sem ég átti heima í var gömul kona sem birtist alltaf mömmu þegar eitthvað gott var að gerast, frændi minn sá hana líka einu sinni