Mig er núna undanfarið búið að dreyma heila 3 drauma um fugla og veit ekki almennilega hvernig ég get túlkað þá. Fyrsti draumurinn var þannig að ég leit út um eldhúsgluggann og sýndist vera kominn stormur, svo ég stökk í stofugluggann og sá þá að þetta var fullt af fuglum (svona eins og í myndinn birds) og ég fór að reyna að loka öllum gluggum en það sluppu 2 eða 3 inn allir svartir nema 1 hann var skjannahvítur, ég horfði svo á eftir fuglunum fljúga í burt. Annar draumurinn var þannig að ég var að horfa útum herbergisgluggan og þá voru 2 fuglar í glugganum páfagaukur og þröstur eða lóa (man það ekki alveg) og ég fór að reyna að ná páfagauknum, en það tókst ekki alveg því ég vaknaði;). Þriðji draumurinn var þannig að ég lá uppí rúmi og horfði á lítinn litskrúðugann fugl flögra um allt herbergið, ferlega krúttlegur fugl….