Gamli maður
Frá því að ég var 9 ára þá hef ég verið rosalega næm.Ég finn þegar fólk sem er dáið er hjá mér.Amma og afi dóu fyrir nokkrum árum og þau eru mikið hjá mér,sem mér finnst mjög þægilegt og gott.En fyrir 3 árum átti ég heima í gömlu húsi sem var byggt árið 1920 þar fann ég strax fyrir manni sem var þarna,það fór lítið fyrir honum á næturnar þá fór hann á kreik og ég heyrði oft í honum.Ég hafði oft kveikt ljós á næturnar því að ég vaknaði stundum um miðja nótt til að fara að pissa,en alltaf var slökkt ljósið þegar ég kom farm,ég spurði kærasta minn hvort að hann væri að slökkva ljósin en svo reyndist ekki vera.Þá datt mér í hug að þetta væri gamli maðurinn svo að ég fór ég þar sem ég vissi að hann væri og bað hann um að ekki vera slökkva ljósin því að mér þætti betra að hafa ljós. Eftir þetta þá hætti hann að slökkva ljósin.Svo seinna þegar ég var að fara að flytja og var síðustu nóttina mína þarna þá var ég í tölvunni langt fram á nótt ég leit loks á klukkuna sá hvað hún var orðin alltof margt svo að ég fór inní eldhús til að slökkva ljósið svo fór ég að slökkva á tölvunni þá hugsaði ég með mér “ahh ég hefði ekki átt að slökkva inní eldhúsi því annars verður allt í myrkri þegar ég slekk hérna” svo er ég á leið inni herbergi þá sé að gamli maðurinn hafði kveikt fyrir mig inní eldhúsi,ég brosti bara og sagði takk :)