Ég bjó í blokk frá því ég fæddist. Fjölskyldan fluttist þar inn þegar húsið var byggt. Ég vissi ekki að það hafi maður hengt sig á efstu hæðinni, einmitt þar sem við áttum heima rétt eftir að húsið var klárað.
Þegar ég var 8-9 ára fór ég að vakna á nóttunni við eilífan háfaða í eldhúsinu. Það var alltaf eins og einhver væri að fikkta í pottum og pönnum og skella þeim varlega saman. Fyrst hélt ég alltaf að þetta væri bara mamma og pabbi en þegar ég hljóp inn í herbergið þeirra lágu þau þar steinsofandi á hverri nóttu.
Eina nóttina þoldi ég þetta ekki lengur og fór framm til að athuga þetta. Ég skalf á beinunum þegar ég fór inn í eldhús því háfaðinn var hærri og hærri.
Um leið og ég kom inn hætti háfaðinn en byrjaði í stað þess inn í stofu. Sjónvarpið fór í gang og stöðvarnar flettust í algjöru rugli.
Ég held ég hafi hlaupið inn til mömmu og pabba, ég man það ekki. En þau heyrðu aldrei neitt þótt ég vekti þau og ég heyrði hljóðin greinilega, jafnvel þó ég sagðist sjá lítinn draug við dyrnar á herberginu, en ég veit hvað ég sá og ég trúi því.
Annað atvik gerðist líka.
Ég átti litla systur, hún fæddist 1981 (ég fæddist 1987 svo ég man ekkert eftir henni) og dó fimm daga eftir fæðinguna upp á spítala. Hún kom einu sinni heim rétt eftir að hún dó.
Þegar ég lá upp í rúmi á kvöldin fannst mér hún alltaf kalla á mig með nafninu sínu. Ég svaf í sama herbergi og bróðir minn svo ég hélt alltaf að hann væri að stríða mér, en ég sannfærðist seinna að það var ekki hann, hann neitaði því stanslaust og sagði að ég væri auli og allt það sem fer á milli systkina.
Mér finnst eitt skrítið við þetta. Af hverju heyrðu mamma og pabbi aldrei neitt né bróðir minn?
Náttúran er stórfurðuleg.
Vatn er gott