Ég var beðin að lýsa því hvað hefði gerst þegar ég opnaði dyr í
herberginu mínu og fyllti húsið af illum öndum. Þetta var ekkert
eins og í bíómyndunum að það kæmu eldglæringar og
fjólubláir hálfgegnsæir andar réðust á mig eða neitt. Ég var
bara að prófa mig áfram og reyna að ná sambandi við góða
anda og eitthvað (tekið skal fram að ég trúi ekki á þetta lengur).
Mér hafði skilist að það væri nú ekkert tiltökumál að ná
sambandi, maður ætti að “cast a circle” (veit ekki hvernig ég á
að segja það á íslensku) og ákalla gyðjuna og góðar vættir og
svo loka aftur. nema hvað að ég hafði lesið að maður ætti að
bjóða verurnar velkomna og ég bauð bara alla velkomna (þar
með líka vondu andana). En þegar kom að því að loka
hringnum aftur var ég bara ekki alveg viss hvernig ég ætti að
fara að og bauð bara þeim sem kærðu sig um að vera að vera
en kvaddi hina. Þetta var í raun og veru bara ægilega mikið
hugsunarleysi, illa undirbúið og svo hafði mér skilist að þetta
væri allt svo einfalt og saklaust að mér væri engin hætta búin.
Fljótlega fór ég svo að taka eftir því að það var ýmislegt
gruggugt á seyði í húsinu. Illilegur mað ur með kryppu elti mig
um allt og svo voru alls konar furðuverur hér og þar í húsinu. Í
stofunni var gamall maður upp við einn vegginn og andi sem
var einhverskonar logi eða eldur. Mér fór að líða verulega illa en
aðrir virtust ekki finna fyrir þessu, nema ein vinkona mín sem
hætti að vilja koma í heimsókn (hún vissi ekki neitt um það
sem ég hafði gert) og lítil börn vildu ekki leika sér í stofunni.
Fljótlega uppúr þessu fór ég að ákalla Guð almáttugan og Krist
til að losna undan þessu og Hann hreinsaði húsið fyrir mig.
Síðan þá hefur trú mín á Guð styrkst til muna og ég skammast
mín hálfgert fyrir að hafa afneitað Honum.

Sólveig
SubRosa