Samkvæmt draumur.is þýðir fósturlát: „Að dreyma fósturlát er merki um að þú þurfir að fara varlega hvað ákvörðunartöku varðar á næstunni og varast fljótfærni.“
Gæti líka verið að þú sért eða móðurhliðin af þér sé að koma með einhverjar hugmyndir til framkvæmda. Oft tákna mæður nærandi og verndandi hlut manns sjálfs.
Tilfinningahliðin gæti þýtt eitthvað þar sem þú lísir, kannski einhver áfallavinna sem þú ert að ganga í gegnum til að ná fullri heilun.
Ef þú áttar þig á því að lífið er einsog á sem flæðir og öll áföll í lífinu sem að fá þig til að líða illa eru einsog stíflur í ánni/flæðinu, hvort sem það er missir ástvinar, erfiðar líkamlegar aðgerðir, nauðgun, leiðinglegar tannréttingar, ömurlegt ofnæmi, þetta eru allt hömlur á ánni og hamla manni að gera það sem maður vill gera. TIl að leysa mann úr þessum áföllum og losa um stíflurnar lendir maður oft í því að það er verið að losa um þessar hömlur í draumum hjá manni. Ekki óalgengt að maður vakni upp grátandi af þesskonar draumi, enda grátur kraftaverkalyf í að brjóta upp stíflur í ánni, alveg einsog fossar flæða, flæða tárin.