Mig dreymdi að ég væri stödd í einhverskonar matarboði með mömmu minni og stjúppabba. Ég man voða óskýrt eftir atburðarásinni þangað til að það stendur í stjúppabba mínum og hann er að kafna. Ég stend upp í flýti og byrja að berja á bakið á honum og reyna að bjarga honum. Loksins hóstar hann upp úr sér helling af grænu káli. Ég segi honum að hann eigi ekki að vera svona gráðugur. Ég lít yfir matarborðið og sé fyrrverandi tónlistarkennarann minn brosa til mín og hún segir að ég hafi brugðist hárrétt við og að ég sé algjör hetja.
Eftir þetta er alveg að líða yfir stjúppabba minn og ég þarf að halda honum uppi. Hann hvíslar að mér: “Segðu henni að ég sagði bless”.
Ég segi við hann að hann sé nú ekki að fara neitt. Ég bið mömmu mína sem hefur verið pollróleg allan tímann, að hringja í neyðarlínuna. Hún hreitir símanum í mig og segir að ég geti alveg gert það sjálf. Hún var samt sem áður búin að stimpla inn eitthvað númer, sem reynist vera feik númer þannig að ég enda á því að stimpla inn rétta númerið sjálf.
Einhverjir sem geta ráðið þetta?
Finnst þetta voða spes draumur :')