Ég veit ekki hvað mun gerast nákvæmnlega en grunar að þegar sólkerfið okkar fer í línu við Alcyone þá muni hreinsunarstarfið fara á fullt. Hvort það komi sólgos eða þannig sem ruglar í segulsviði jarðar veit ég ekki fyrir víst en það gæti eitthvað þannig gerst. Þá gæti það ruglað rafmagnskerfi um allann heim og rafmagn orðið lúxusvara eftir nokkur ár. Við þurfum því að huga að sjálfbærni. Og mikið er hægt að gera með nútímatækni í þeim málum. Sá nú þátt á National Geographic channel um daginn sem hét Doomsday Preppers um fólk sem er að undirbúa sig undir breytingar á jörðinni. Þarf ekki meira en smá hugmyndaflug. Mest ættum við þó að huga að okkar eigin jafnvægi og hækkun meðvitundar. Ef við erum við meðvitund erum við mun betur í stakk búin við að takast á við þessar breytingar og hækkun meðvitundar mannkyns gæti líka minnkað allann ofsa í náttúrunni. Allt spilar þetta saman. Maður og náttúra eru nátengd.