Nei þú ert ekki ýmindunarveik, nema ég sé það líka…
Í lok ágúst seinasta árs dó langafi minn.
Hann átti að baki langa sjúkrasögu og var orðinn mjög veikur, hann varð lox að ósk sinni.
Konan hans, langamma mín, var lögð inn á landsspítalann við hringbraut, stuttu seinna var afi lagður inn á landsspítalann í fossvogi. Mér fanst leiðinlegt að þau skildu ekki fá að hittast, að þurfa vera föst inná sitthvorum spítalanum.
Eitt sunnudags kvöld sendi ég kunningja mínum e-mail sem er hjúkrunarfræðingur, ég spurði hann við hvern þurfti að tala til að láta færa þau á sama spítala. Ég hafði pælt mjög lengi í þessu. veit ekki af hverju.
Ég vissi að tíminn var kominn og vildi að þau yrði saman í seinasta skipti í þau 60 ár sem þau voru gift.
Ég vildi samt alls ekki trúa því að þetta væri stundin. Afi varð orðinn ágætur eftir uppskurð sem hann fór í.
Á Þriðjudeginum kem ég heim úr skólanum og legst upp í rúm og huxa. Bróðir minn labbar inn í íbúðina og hringir í mömmu, hún var ekki við, hún hafði farið upp á spítala, það fór fiðringur um mig, léttur taugakippur. Ég vissi alln þennan tíma að annaðhvort væri að fara, en vildi bara alls ekki trúa því, ég vildi ekki að þau færu, eigingirnin í okkur mannfólkinu er svo mikil… Mamma kemur heim uppúr 3 og segir afi er dáinn, þá trúði ég því… en samt ekki….