Hjátrú skilst mér að sé öll trú nema “aðaltrúin”, þar sem gert er ráð fyrir að maður hafi slíka. Það væri þá alla jafna kristni í Evrópu, en nú til dags er fólk almennt að hætta svoleiðis. En orðið hangir enn við þá hluti sem voru oft titlaðir slíkt, sem eru þá yfirleitt órökstuddar kreddur sem ekki falla undir hatt biblískra kennisetninga, til dæmis að það valdi ógæfu að brjóta spegla eða að ganga yfir slóð svarts kattar án þess að framkvæma einhvers konar ógæfubanandi brellur.
Bætt við 4. janúar 2011 - 22:28
Að vera eitthvað er ekki trú. Maður getur hins vegar hætt að borða grænmeti vegna þess að maður trúir á óheillavænleika kjöts.