Ímyndaðu þér vinsæla manneskju. Skemmtileg, á marga vini, falleg, gáfuð, fyndin, jákvæð…. Allt eru þetta orð sem eiga við manneskjuna sem þú sást fyrir þér var það ekki? Það er líka vegna þess að þetta eru allt hlutir sem ættu prýða hina týpísku vinsælu manneskju.

En svo er til fólk sem er rosalega vinsælt, en hefur ekkert af þessum kostum. Sumt vinsælt fólk er blátt áfram hundleiðinlegt. það er horkafullt, frekt o.s.fv. Til dæmis eru margir ríkir krakkar vinsælir, eða rosalega sterkir krakkar, svo veit ég um manneskju sem er neikvæð, fer oft í fýlu og leggur krakkar í einelti, samt er hún rosalega vinsæl.

En hversvegna löðumst við að þannig fólki? Þótt það sé hundleiðinlegt. Hversvegna erum við með ríkum krökkum því þau eru rík, eða sterkum krökkum út af því að þau eru sterk, í rauninni þá gerir það mann ekkert sérstaklega hamingjusamann, þótt að þau eigi helling af peningum, eða geti lamið mann í klessu ef maður er ekki vinur þeirra.

Ég held að þetta sé einhverskonar yfirnáttúruleg útgeislun sem svona fólk gefur frá sér og laðar fólk að sér.