Eftir að hafa byrjað ný á huga hef ég verið að lesa mikið af greinum út um allt. Það sem kom mér einstaklega á óvart var hversu margir virðast pæla í guði og öllu því sem honum viðkemur.
Og af því að þið hafið svona mikinn áhuga langar mig að varpa pínupælingum á ykkur…….
í mínu mjög svo stutta lífi hef ég ekki orðið vör við guð, hans velgjörðir eða refsingar. Það eina sem ég sé er hæfileiki mannsins til að skapa og eyðileggja. Og því datt mér í hug að guð væri leið mannsins til þess að fyrra sig ábyrgð á hlutum eins og stríði, morðum og svoleiðis.En þá kemur á móti að myndi maðurinn eins ófullkominn og hann er ekki vilja fá viðurkenningu fyrir góðverk sín án þess að þurfa skrifa það á vilja guðs?
Ég trúi engu sem ég ekki sé og er því ansi trúlaus, mig langar því að skora á ykkur trúaða fólkið þarna úti að selja mér hugmyndina um guð, fá mig til að trúa. Þið verðið að koma með gullrök því ég hef heyrt allt, öll brögð, allt frá messum niðri mormóna.
Önnur pæling í mínum heimska heila hvernig lítur guð út? Samkvæmt bókstafskenningum skapaði hann manninn í sinni mynd og ætti samkvæmt því að vera eins og mannvera í útliti, en hvernig manneskja? Er hann eins og í biblíusögunum góðlegur gamall karl með sítt hvítt skegg eða eins og í helvítiskenningum bitur og uppþornaður reiður maður með ekkert skegg en miklar svartar augabrýr? Eða er hann kona?
ætli það væri ekki áhugavert að hitta guð á kaffihúsi yfir einum öllara og spyrja hann út í starfið?
er jólasveinnin guðahugmynd??
umm.. já pælingar…
kveðja irika