Fór allt í einu að hugsa útí hræðilegustu martröð EVER sem ég fékk í fyrrinótt!!! Ef þið hafið lesið um þá martröð, lesið þá núna og farið aftur hingað. Það kom í draumnum að pabbi hafi opnað bílskúrsdyrnar fyrir gestina og sagt:“hann er ekki lengi að þessu” þá fattaði ég að það er ég sem er að mála málverk…eða er búin með málverkið þar inni. Pabbi bjó til aðstöðu fyrir mig. En þetta þýðir það, úr því að allir hafa sagt að ég sé FLJÓT að mála, þá þýddi þetta kannski að pabbi væri að segja HÚN er ekki lengi að þessu! Kannski þýddi blóðið=málningin mín og kannski þýddi þetta það að í dag vildi pabbi vera fljótur að láta KK fá málverkið sitt en ég þurfti að taka ljósmynd af því. Fann ekki myndavélina svo við keyptum einnota. Það er eitthvað til í þessari martröð er það ekki? ;)