Ég var að benda þér á það að ef bæði efnin eru lyfleysa þá er ekki hægt að gera marktæka rannsókn.
Jú… það er einmitt ástæðan fyrir því að lyfleysur eru notaðar í samanburðar tilraunum.
Ef t.d. svipað hlutfall fólks virðist batna við það að vera með sjaldgjæfan kristal á bringunni og hlutfall fólks sem batnar við það að vera með venjulegan steypubút á bringunni þá er greinilegt að kristallinn gerir ekki meira gagn en steypubúturinn.
Það segir ekkert til um það hvort þessir steinar hafi mátt eða ekki, það sýnir bara að kristallinn er ekkert merkilegri en steypan.
Þú getur sagt þetta sama runk um öll lyf og allar lyfleysur, þ.e. að ef ég gef þér undratöflu sem virkar jafn vel og lyfleysa, ætlaru þá að þræta fyrir það að lyfleysan hafi í raun og veru verið gætt undrakröftum líka?
Það er verið að mæla mun, og ef það mælist ekki munur á steypu og sjaldgæfum kristal þá er greinilegt að kristallinn hefur ekki neina hæfileika umfram venjulega steypu.