Það kemur mjög oft fyrir, ekki alltaf, að þegar ég fer að sofa er eins og einhver sé í herberginu mínu að horfa á mig. Ég hef vanið mig á það að sofa alltaf á hlið með sængina yfir hinu eyranu sem snýr upp. Ég verð öruggari við það, en samt stundum nægir það ekki og þá er eins og þessi einhver hafi sest í rúmið mitt. Ég finn fyrir honum og einhvernvegin veit ég að þetta er kona.
Mamma fór einu sinni til miðils og minntist á þetta við hann og hann sagði að ég þyrfti ekki að vera hrædd. Þetta væri ekkert vont. Langömmur mínar væri víst mikið í kringum okkur og þetta væri líklega önnur þeirra og ég ætti að hafa mynd af þeim við rúmið mitt. Ég reyndar gerði það ekki…
Ég verð samt skíthrædd ennþá og byrja að svitna eins og brjálæðingur.
Ég fæ samt enga kuldatilfinningu eins og margir tala um. Einu sinni þegar ég var alveg við það að míga á mig af hræðslu og var búin að vera ofsótt af einhverju í einhverja daga, ég gat bara aldrei verið ein, að þá heyrði ég einhver hvísl nokkrum sinnum og smá “golu” við eyrað á mér. Svo í huganum var eins og einhver væri að öskra, einu sinni. Svo heyrði ég vinkonu mína segja nafnið mitt í huganum mínum. Þetta allt á þessu eina kvöldi. Ég var og er ekki alveg viss hvort ég hafi verið að ímynda mér þetta allt, en fyrir mér þá var það ekki ég sem stjórnaði. Þetta hefur ekki gerst aftur.
Vildi bara deila þessu og vonandi getur einhver sagt mér hvort ég sé bara svona ímydnurnarveik eða eitthvað sé til í þessum málum…
og vonandi er þetta ekki alltof ruglingslega orðað