Ég lagði mig um daginn og dreymdi að ég væri sofandi og væri að dreyma. Í draumnum í draumnum dreymdi mig að það vantaði í mig tvær tennur eina uppi og eina niðri og ég er að reyna að láta þær vaxa en munnurinn á mér fyllist af blóði. Því næst heyri ég hljóð eins og einhver sé að hlaupa á ganginum frammhjá herberginu mínu og svo skellur upp hurðin og einhver kallar eitthvað sem ég heyri ekki en það vekur mig úr fyrri draumnum. Ég læt sem ekkert sé og reysi mig hægt upp en get ekki opnað augun. Þegar ég loksins næ að opna þau, þá er systir mín, sem er ný flutt til USA, í herberginu mínu í tölvuni minni og fer að tala um að hún fái einn frídag á viku og hún hafi ákveðið að kíkja heim (það eru um það bil 3 dagar síðan hún fór).
Ég skil ekki upp né niður í þessum draumi.
Common sense is not as common as one might think