Var vör við helvíti margt þegar ég bjó í stútentagörðunum á Útsteini á Akureyri, sá einhvern sem ég hélt vera kærasta minn að koma heim, var mjög líkur honum, þá var ég læst úti og stóð upp úr stofunni og elti, missti sjónar af honum andartak en sá hann ekki prufaði meira að segja að banka því ég hélt að hann hefði komist inn áður en ég náði að elta. Húsvörður hleypti mér svo inn og kærasti minn kom ekki heim fyrr en tveim klst síðar.
Þarna inni urðu tengingin milli mín og kærasta míns tífallt sterkari, þegar eitthvað af því sem ég sá var að fríka mig út byrtist mynd af kærasta mínum á veggnum sem sagði reimleikunum að fara. En þetta var það yfirþyrmandi að við flúðum einu sinni út um miðja nótt því við fríkuðum út, ég sá til dæmis skelfinlega veru sem speglaðist í gleraugum hans, scary dæmi en allavega var mjög reimt þá nóttina.
Á svipuðum tíma lennti ég í 2 í svefnrofalömun, fyrra skiptið náði ég ekki andanum sama hvað ég reyndi og heyrði scary hljóð, en náði að hvísla Eyþót hjálp og um leið og kærasti minn tók utanum mig leið þetta hjá. Seinna fékk ég hræðilega martröð um ofsóknir frá mínum fyrrverandi, slapp ekki úr svefnrofalömuninni fyrr en ég drap hann í draumnum, með ógeðslegri draumum sem mig hefur dreymt, öll fjölskyldan mín búin að sættast við hann og hann að plana að kvelja mig meira en hann hefur gert.
Svo var eining mjög reimt á Kárstöðum, sveitinni minni, en allt vinveitt þar, sá tvo hesta sem ég hélt vera mína tvo elti þá þar til girðingin endaði án hestanna í grenjandi rigningu kom svo í ljós að þeir voru komnir á næsta bæ.
Svo áttum við systir mín okkar stund þar sem við sáum einhvern en komumst loks að því að hann væri bara að fylgjast með, vildi okkur ekkert illt =)