Ég hef oft hugsað út í þetta en ekki jafnmikið og núna. Nú er ég í
skóla annarsstaðar á landinu og setjum sem svo að einhver sé
annarsstaðar á landinu en fjölskyldan er og myndi svo deyja þar,
myndi hann þá ekki ganga aftur þar sem hann deyr, eða ganga ekki
allir aftur…bara þeir sem dóu ekki friðsælum dauða? Svo sá sem
deyr heima hjá sér, gengur hann þá aftur þar og kemst ekkert annað?
Er bara fastur í húsinu? Svona eins og í myndinni Beetlejuice?
Ef maður dæi annarsstaðar og gengi aftur, þá myndi maður aldrei sjá
fjölskylduna aftur og sjá hvernig hún hefur það???? Æi ég veit
ekki, var bara svona að forvitnast.
Hef skrifað um svona svipað áður, nema það var um að hverfa á braut
og verða ekki að vofu og geta ekki séð fjölskyldu sína, því fólk
talar um: hann afi heitinn væri ekki hrifinn af þessu ef hann sæi
þig gera þetta.
kær kveðja, ho