Já, uh, hæ?
Ekkert diss, en ég sá að þetta áhugamál er undir vísindi og fræði. hver er rökstuðningurinn fyrir því?
Hvorki hægt að afsanna það né sannaÞað er ekki hægt að sanna neitt samkvæmt þeirri aðferðafræði sem við notum í leit að sannleika (en hún er alla jafna kölluð vísindi), en þú mátt bóka að það sé hægt að afsanna. Vísindi ganga út á það að afsanna hluti…
hvað sem þú segir mun ekki breyta því.HVAÐ sem ég segi?… og svo vogaru þér að kalla mig þröngsýnan?
Hins vegar er dulspeki eitt af elstu fræðum mannsinsEins og ég sagði þá eru þetta ekki fræði. Þetta eru skemmtilegar sögur… en þetta eru ekki fræði.
og ber okkur að bera virðingu fyrir dulspeki vegna þess.Mér ber ekki að bera virðingu fyrir einu eða neinu. Ég virði mikið af dulspeki fyrir það sem hún er… flottar sögur sem fólk tók mark á fyrir árhundruðum áður en það vissi betur. En það að setja dulspeki upp á einhvern stall eingöngu vegna þess að hún er gömul hefð og á þátt í sögu mannkyns er fáránlegt. Þrælahald tíðkaðist líka í árhundruðir og setti mark sitt á mannkynssöguna en við berum samt enga virðingu fyrir því. Við reynum að veita því skilning og átta okkur á því hvernig samfélagsaðstæður skapa slíkt kerfi og hvernig fólk hugsaði á þeim tíma, en þú skalt ekki voga þér að segja að mér beri að sýna því neina einustu ögn af virðingu.
Þú verður fróðari ef þú telur að dulspeki sé sönnÞað verður engin fróðari af því að halda að mannkynið skiptist upp í 12 hópa sem hafa svipað hegðunarmynstur vegna þess að þau fæddust á sama tíma á árinu… Það kallast fáfræði.
Maður getur t.d., tjah, lesið bók til að verða fróðari.Nei, það að lesa bók þýðir ekki að maður verði fróðari. Ég las Syrpu um daginn og varð þess vegna fróðari um ævintýri Andrésar andar, myndiru þá kalla Syrpur fræðirit?
Ef maður telur dulspeki vera fróðleik og sönn fræði þá væntanlega verður maður fróðariNei, vegna þess að fróðleikur byggist ekki á því sem þú heldur eða þér finnst. Það getur enginn ‘talið’ að dulspeki séu fræði… þau eru það ekki. Ekki frekar en Lína Langsokkur.
Það að eitthvað standist ekki vísindin þýðir ekki að þar með sé búið að afsanna fyrirbrigðið. Það þýðir einfaldlega að fyrirbrigðið sé utan svæði vísindannaNei, mest öll dulspeki liggur innan svæðis vísinda… en virðist bara ekki standast í hvert sinn sem hún er rannsökuð… því miður.