Ég veit ekki hvort ég ætti að pósta þessu hérna enda frekar persónulegt. en mig langar að vita hvort einhver hafi álit á sona draumum. ég læt hann flakka. ég skrifaði þetta niður um daginn og ætlaði að senda henni í bréfi en hef ekki enn gert það.

Hæ mig dreymdi draum um þig og var að vakna. Mig dreymdi að mamma þín og pabbi sætu á rúmminu hjá mér því þau væru í heimsókn, og ég var einhvað svo svakalega þreittur. Ég spyr, hvað er að frétta af sísí og mamma þín horfir á mig og segir, sísí er nú óttarlegur kjáni greyið, svo segir hún , afhverju ferðu ekki að hitta hana á eftir, ég fer af stað á bíl að leita að þér á akureryri og stoppa í kaffihúsi sem er við höfnina. Og þar er einhver vinur þinn eða maður sem segist þekkja þig, og ég spyr hvort hann viti hvar þú sért, hann segir að þú ættir afmæli í dag og ætlaðir að fara í dýragarðinn eða þar í kring. Svo byrjum við að leita. Og ég fer og spyr þreitulegt ljón hvort það þekki þig og það segist kannast við þig. Ljónið kemur með okkur að finna þig en svo þegar við nálgumst þig þá byrjar ljónið að aðvara hin dýrinn og segja þeim að segja þér að ég sé komin, og ég horfi á allan dýragarðinn fara í uppnám. Og áður en ég vakna þá hugsa ég. Mun ég þá aldrei sjá hana aftur.