Okei, ég hef eitthvað misskilið. Fannst einsog þú værir að spurja sjálfa þig í korknum hvort draumurinn væri að segja þér að verða ólétt.
Þegar þú sigrast á erfiðleikum í draumi muntu líka gera það í vöku. Þetta er greinilega eitthvað tilfinningamál ef þú ert að vakna upp í svitakófi. Innsæið er að segja þér að þú eigir að fylgja tilfinningunum og ekki gera eitthvað sem þér líkar ekki við. Eitthvað sem þú finnur að er ekki rétt. Innsæið/draumurinn er bara áttavitinn þinn að segja þér hvað þú þarft að vinna í til að komast í betra andlegt ástand. Þarna eru tilfinningarnar að reyna að segja þér eitthvað. Passa upp á að hafa tilfinningu fyrir hlutunum.
Bætt við 17. júlí 2009 - 22:55
Ef þú vilt betra svar verðuruðu að útskýra drauminn betur. s.s. umhverfið í draumnum, voru fleiri viðstaddir en þú, litir, osfrv.