Það er barasta ekki nokkur skapaður hlutur skal ég segja ykkur!
Það eru til svo margar trúr til, jahérna.
Þegar ég minnist á þetta við mismunandi trúariðkendur, bera þeir allir fram mismunandi rök og svoleiðis rökræður enda aldrei. Þær enda ekki nema hinn aðilinn nenni ekki að ræða um þetta meir.
Tökum Íslam og Kristni sem dæmi.
Bæði eru þetta þónokkuð lík trúarbrögð, en hafa mismunandi siði og venjur.
Það er líka þetta með að LANGflestir trúa á það trúarbragð sem þeir trúa á því þeir voru fæddir í svoleiðis umhverfi.
Af hverju ætti ég annars bara allt í einu að sjá ljósið í Íslam og byrja þar upp á nýtt?
Eða fara til Indlands og byrja að iðka Hindúisma?
Takið eftir að sérhvert trúarbragð aðlagast því sem almenningi finnst þægilegt/gott.
Ásatrú? Ef þú deyrð í bardaga munt þú berjast á daginn og ef þú deyrð rístu upp aftur til að drekka öl með bardagamönnunum á kvöldin.
TAKIÐ NÚ EFTIR
Það eru til ótrúlega mörg trúarbrögð og ÖLLUM finnst SITT trúarbragð vera RÉTTAST. Hvernig getur það verið rétt? Hvernig geturðu verið viss um að þitt trúarbragð sé það eina rétta?
Ekki viðtaka neini vitneskju sem heilögum sannleik, notaðu Google, heimspeki og rökfræði.
PS Ég er ekki að segja að ég sé trúleysingi eða trúaður, er bara að lýsa hugsunum mínum um trúarbrögð.