Fyrir nokkrum vikum síðan dreymdi mig mjög undraverðan draum sem ég hef verið að hugsa um mjög mikið uppá síðkastið. Ég er ekki vanur að dreyma svona tilfinningalega drauma þess vegna finnst mér þetta vera svolítið einstakt dæmi… Hef virkilega aldrei tekið neitt rosalega mikið mark á “þýðing” drauma, en ég er bara svo forvitinn að ég hreinlega bara verð að komast að því hvað fólk heldur að þessi draumur “þýði” ef það er einhver möguleiki á því.

Draumurinn var einfaldur og stuttur. Mig dreymdi ungann safírbláann kettling með safírblá augu(læða). Augasteinarnir voru mjög skær og voru eins og skærbláir upplýstir gemsteinar. Mér þótti alveg ofboðslega vænt um þennan kettling, meiri vænt um kettlinginn en allt annað í heiminum (ss. í draumnum) og mundi vernda hann með lífinu ef ég þyrfti. Í draumnum var ég bara að gæla og leika við kettlinginn. Þegar ég vaknaði var ég í einvherskonar tilfinningalegu shocki og fannst ég vera mjög “vulnerable”. Kom mér á óvart því ég er oftast mjög tilfinningalega bæklaður.

Vonandi er einhver ykkar sem kannski gæti bent mér á hvað þetta gæti verið, eða bent mér á einhvern stað þar sem ég get fengið skýringu á þessu?

Kv. BBP