Núna hefur það komið fyrir mig tvisvar að ég vakna um miðja nótt og það fyrsta sem ég sé fyrir framan mig er einn(fyrra skiptið voru það reyndar mun fleirri) svartann sporðdreka sem hefur þó sjálflýsandi bletti á sér.
Og það er eitthvað við þessa sjón sem lætur mig stökkva fram úr rúminu. Ég kveiki ljósið og það er, náttúrulega, ekkert þarna.
í fyrra skiptið þá voru þeir all margir og ég vorð svo vitstola af hræðslu að ég gat ekki sofið meira þá nóttina, vaknaði um 3 leytið við þetta.
Þarf oft mikið til að hræða mig, og hef ég upplifað margt yfirnáttúrlegt í gegnum árin. En þessi sjón veldur mér áhyggjum.