Veit ekki hvort að þessir draumar mínir tákna eitthvað eða ekki en endilega segið
mér frá ykkar skoðunum;

Með einhverju millibili dreymir mig alltaf sama drauminn, hann er semsagt þannig að ég er í svona stóru malli eða verslunarmiðstöð og er að flýja. Vinn mig alltaf upp í efstu hæðina og þar króar hann mig af og ég vakna.

Önnur útgáfa af þessum draumi er svona:
Er heima en það er allt öðruvísi nema veggirnir og það er gaur á eftir mér að reyna að drepa mig. Ég er að flýja endalaust og löggan kemur en hann myrðir hana og setur hana í frost inná baðherbergi (hehe).
Síðan í stofunni er sundlaug (aftur hehe) og þar reynir hann að drekkja mér en ég slepp einhvernveginn.
Síðan er hann útá svölum en ég inni og hurðinn á milli okkar en mamma mín stendur á milli og hann segir bara ,,ég tek hana þá í staðinn"
Síðan man ég bara þegar ég sé hann inní eldhúsi sitja við eldhúsborðið, fer til hans og knúsa hann góða nótt og vakna…


Finnst þetta svo weird og dreymir þessa 2 drauma (er að flýja í þeim báðum) nokkru sinnum á ári en byrjaði fyrir 2 árum eða árið 2007 :P