guð til eða ekki
komið með rök afhverju þið haldið guð er til eða ekki til
En ég er að segja hvernig getur ekkert verið.Hvernig getur eitthvað verið?
Ef þú hugsar það afstætt um hvort það sé einhver observer eða ekki.Það væri enginn observer þar sem hann þarfnast staðsetningar og eiginleika. Það er eitthvað
Hugsar t.d. bara alheim sem er bara tómarúm, þá er það samt eitthvað. Hvernig er ekkert?.Þegar tímarúmið er ekki til. Fyrir 13,7 milljörðum ára var tímarúmið punktur, í dag er það tugir milljarða ljósára í þvermál.
Mér finnst ekkert eiginlega skynsamlegra en eitthvað. Skil ekki hvernig eitthvað var, skil frekar ekkert.
Nei en það er heldur ekkert gáfulegt að reikna ekki með því.Þér finnst sem sagt gáfulegt að reikna með því að einhyrningar séu til?
Var ekkert gáfulegt að reikna með að jörðin færi kringum sólina en ekki öfugt sumir reiknuðu með því aðrir ekki þeirra mál(þó kirkjan hafi einhvað verið að böggast á þeim tíma)Þetta var nú bara atriði sem skipti engu máli á þeim tíma. Það hvort menn reiknuðu með því eða ekki hafði ENGIN áhrif á ákvarðanatöku þeirra eða nokkuð annað.
en svo var það talið sannað og það er bara það.Hvað ertu að meina að það hafi verið talið sannað? Hvaða skref áttu við? Hvenær þótti það sannað, hvaða sönnunargögn ertu að tala um?
Ef einhver trúir því ekki ennþá þá má hann það alveg, gefur ekki einhverjum rétt til að gera grín eða fá hann af þeirri hugmynd.Jú reyndar. Ég er fylgjandi trúfrelsi svo ég er sammála þér um það að hver megi trúa því sem hann lystir.
og ef einhver byrjar að tala um þá þá rakka hann niður fyrir það bara eins manns skoðun gagnvart öðrum.Það að rakka einhvern niður er ekki endilega það sama og gagnrýna