Ætla svara þessu í þeirri röð sem þú setur þetta fram
- ég trúi því að mennirnir skapi trúna, það var ekki guð sem skapaði okkur heldur sköpuðum við guð.. og þess vegna er erfitt að finnast eins og maður þurfi trú…
1. Hárrétt. Mennirnirsköpuðu trúna. Hún er uppspuni frá upphafi til enda. Þessvegna er auðvitað erfitt að reyna að ljúga að sjálfu þér með því að trúa á e-ð bull.
- en við sköpuðum trú vegna þess að við þurfum trú.
2. Nei, þú þarft að lesa þér til í sögu! Mennirnir sköðuðu ekki trú vegna þess að þeir þurfi trú. Mennirnir sköpuðu trú vegna þess að þeir skyldu ekki umhverfið sitt. Fyrstu ummerki um trú eru um umhverfis- og sólardýrkun. Menn skildu ekki afhverju sólin skein, vindarnir blésu eða afhverju það voru árstíðir. Þeir reyndu að skilja þessa hluti en með út af því að tæknin fyrir svona c.a. 10þús árum var ekkert voðalega þróuð miðað við það sem við höfum í dag þá gekk það frekar illa. Þá fóru þeir að búa til ástæður fyrir þessu. Sólin reis á hverjum morgni og hrakti myrkrið í burtu og öll rándýrin sem leyndust í myrkrinu. Hún gaf líf. Menn fóru að tilbiðja hana. Flest öll hina stóru trúarbragða má tengja við sólardýrkun. Við sköpuðum því ekki trú af því að við þurftum hana, heldur vegna þess að við erum forvitin dýrategund. Við erum könnuðir.
Nú er hinsvegar öldin önnur en hún var fyrir 10þús árum. Við skiljum heiminn ólýsanlega betur en þá. Í nútímasamfélaginu er ekki pláss fyrir trúarbrögð vegna þess að trúarbrögð eru ef svo má segja það sem koma á undan vísindum. Meðan við gátum ekki útskýrt heiminn vísindalega (og vissum ekki hvað það var einu sinni) þá notuðumst við við trúarbrögð en núna þegar vísindin hafa sýnt og eru stanslaust að sína okkur hvernig heimurinn er í raun og veru þá verðum við að losa okkur við trúarbrögð vegna þess að þetta tvennt getur ekki farið saman.
Af þessu leiðir að nú er trú og trúarbrögð byrjaður að vera baggi á mankyninu og heldur því í fjötrum heimsku og fáfræði. Til þess að halda áfram að þróa samfélagið þurfum við að afleggja þau en ekki upphefja þau.
- ég held að þar sem við sköpuðum trúna þá getum við valið okkur hvaða trúarbragð hentar okkur (þó að flestir séu fæddir inn í ákv. trúarbrögð og hefðir)
3. Þar sem við sköpuðum trúna sjálf eigum við að velja þá leið að hætta að trúa… Ef þú þarft svör við einhverju í lífinu þá geturðu A. leitað til vísindanna eða B. leitað til sálfræðings.
- guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir.
5. Þessi setning er sett fram af kirkjunni sem afsökun fyrir það afhverju það virkar ekki að byðja til guðs. Þessi setning er með því heimskulegara sem ég hef heyrt.
- trú er góð því þá höfum við til einhvers að leita.
6. Ef við þurfum að leyta til einhvers þá er til fullt af öðrum betri lausnum heldur en trú! Vinalínan, Sálfræðingar, hugi.is, you name it sir. Trú er ekkert nema sjálfsblekking. Kallast að sópa vandamálunum undir teppið að fela það guð.
- trú þarf ekki að vera sýnilegt/félagslegt fyrirbæri. það er ekki nauðsynlegt að deila trúnni með einum eða neinum.
7. Sé ekkert athugavert við þetta, nema þá kanski að þó að trú sé persónuleg er hún ekki e-ð minna vitlaus en skipulögð trúarbrögð…
- það er ekki þörf á að sækja kirkju eða biðja, einungis að vera í snertingu við sitt innra sjálf og manns eigin hugmyndir um trú. (sem kemur kannski í staðinn fyrir að biðja… eða er einhvers konar bænagjörningur)
8. Sitt innra sjálf? Þú þarft ekki trú til þess að vera í andlegu jafnvægi ef þú átt við það. Þú þarft heldur ekki trú til að vera mjög “andlegur” (e. spiritual). Það er allveg hægt að vera t.d. harðlínu trúleysingi en vera á sama tíma mjög andlegur/spiritual og stunda t.d. hugleiðslu. Andleg íhugun er ekki það sama og trúarbrögð!!!!! Trúarbrögð vilja bara oft halda því fram, því miður….
- trú fyrir mér jafngildir ákveðnum lífsgildum/reglum sem maður vill fara eftir, t.d. að vera góð manneskja, að gera sitt besta, að láta gott af sér leiða og svo framleiðis… sem sagt nokkurskonar manns eigin boðorð.
9. Þú ert e-ð að rugla saman hugtökunum “siðferði” og “trú”. Þú þarft ekki trú til þess að hafa siðferði. Ég er harðlínu trúleysingi en samt sem áður hleip ég ekki um götur með keðjusög að búta niður fólk.
Ætla að vitna í mann sem ég held mikið uppá. Skáldið Arthur C. Clark
“One of the great tragedies of mankind is that morality has been hijacked by religion.”
AÐ lokum vil ég biðja þig um að íhuga vel það sem ég hef skrifað og hugsa um það hvort að trú sé í rauninni e-ð sem þú þarft. Trú í mínum augum er ekkert nema afneitum á sannleikanum. E-ð sem fólk býr til vegna þess að það er hrætt við að deyja. E-ð sem fólk býr til vegna þess að það getur ekki horfst í augun á sannleikanum.
Tæki aumingjans til þess að forðast sannleikann! (ekki taka þessu sem einhverju skoti á þig)
Og ekki hika við að koma með aðrar spurningar.
Bætt við 7. maí 2009 - 01:41 Mæli með að þú kynnir þér þessa heimspekistefnu
http://en.wikipedia.org/wiki/Atheist_existentialism