Mér dreymdi pínulítið furðulegann draum.

Ég var að fara í bíó með bestu vinkonu minni, og við fórum í bíóið sem var þá í félagsheimili skólanns minns og á leiðinni þangað voru helling af fólki sem ég átti að þekkja, en gerði samt ekki.
Svo þegar við vorum komnar, sátumst við niður við borð og ætluðum að fá okkur að borða, og bíóið var lítill skjár sem við sáum ekkert á, en við hættum við að fá okkur að borða þegar maturinn var kominn á borðið, eins og á veitingastöðum, og allt í einu kemur mamma hennar og tekur hana í burtu, en segir að hún muni koma aftur, svo ég bíð eftir henni lengi. Svo kemur einhver önnur stelpa og ætlar að setjast í sætið hennar og ég tilkynni henni að ég sé að passa sætið fyrir bestu vinkonu mína og hún lætur eins og algjör tík og segist ekki trúa því að ég eigi vinkonu og eitthvað, en fer samt og sest í sófa sem var fyrir aftan.
Svo er ég orðin mjög óþolinmóð á að bíða eftir bestu vinkonu minni enda búin að bíða í rúma 2 klst. svo ég fer út til að kíkja, og þá allt í einu er látið helling af sprengjum detta í kringum mig, og ég öskra eins og brjálæðingur á hjálp en enginn kemur.


Þýðir þessi draumur eitthvað ?
When we drive away in secret