Ókei, ég sofnaði áðan og mig dreymdi draum, mig hefur aldrei dreymt draum sem ég man svona mikið eftir eða svona nákvæman þannig ég væri glaður ef einhver sem kann það gæri kannski rýnt í hann, fyrst að þessi korkur heitir nú Draumráðningar.
Allavegana, það byrjaði þannig að ég og kona sem ég var með vorum að flýja bíl ég hélt að við værum einhverstaðar í Víetnam, þetta var hvít Toyota, allavegana var afturhlutinn á bílnum Toyota Corolla. Við hlupum á undan honum, og uppí svona brekku, og við endann á brekkunni var veggur, veggur sem náði mér svona sirka uppí nafla. Þegar við vorum komin þangað stoppaði bíllinn og snéri við, af óskiljanlegum orsökum.
Ég fór úr skónum sem voru svo sleipir eftir að hlaupa í snjónum sem alltíeinu var kominn, og ég steig uppá vegginn og hoppaði yfir hann.
Bakvið vegginn var hús sem hafði verið afmæli í og síðan hafði kviknað í húsinu, ég heyrði ofsalegan grátur, þá sat einhver kona hágrenjandi í dyragætinni. Það var kona, sem virtist vera mamma. ég horfði á hana gráta, þar til að konan sem var með mér var komin yfir vegginn, en þá byrjaði hún að syngja, voða glaðlegan söng. Sem olli því að mamman grét enn hærra, þannig að ég fór og tók utanum hana,hún hætti að gráta alveg þar til ég sá slökkviliðsmenn og einn lítinn strák 6 ára kannski svona fimm metra fyrir aftan hana, og spurði hvað hafði komið fyrir, þá grét hún enn hærra. En lét mig samt fá einhvern lykil.
Alltíeinu var ég og víetnamska konan komin í eitthvað hús, sem að lykilinn sem mamman hafði gefið okkur gekk í. Við fórum inn, og ég sem hélt á sokkunum mínum fór í playstaition 3 tölvu sem var þarna. Síðan eftir stutta stundstóð ég upp og kallaði á konuna sem var með mér. En hún svaraði ekki, þannig ég fór að leita að henni, og fann hana þar sem hún sat í rauðum kjól í baðkarinu, ég varð reiður og mundi allt í einu að hún hafði gert þetta áður, og ég hljóp fram og sótti lítinn ostahníf í brúna tréhillu ég fór aftur fram á baðherbergæi og ætlaði að hóta henni till að segja mér fyrir hvern hún ynni. En húnvar farinn útaf baðherberginu , og ég varð alveg brjálaður og stakk hnífnum í skáp við hliðina á mér, hnífurinn brotnaði, ég fór og náði í fleiri ostahnífa, og ætlaði að skera hana með. En þá sá ég hana labba rólega út um dyrnar. Ég elti hana ekki. Ég stóð þarna með fjóra eða fimm pínulitla ostahnífa, en þá komu Amma og afi innum dyrnar, bæði með byssur?! Og ég tróð hnífunum í vasana.
amma ´fór í Playstaition en afi fór að klifra í tré í miðrri stofunni.
Bætt við 21. desember 2008 - 23:26
Mamma mín var ekki að gráta bara mamma einhverss barns.