Vandamálið liggur í því að þetta er huglægt og því ekki hægt að koma með neinar haldbærar staðreyndir til þess að hrekja þetta. Þetta á einnig við um trúarbrögð heimsins.
Margir loddarar og fjársvikarar notafæra sér þetta í atvinnuskyni og ber þá helst að nefna miðla sem að mínu mati ætti að banna með lögum. Sumir leggjast meira segja svo lágt að taka við peningum gegn því að veita upplýsingar um týndan fjölskyldumeðlim, sbr. Sylvia Browne sem sagði foreldrum ungs stráks sem var týndur að hann væri dáinn og sagði hún fyrir um hvar lík hans var sem fannst að sjálfsögðu aldrei, nokkru síðan fannst hann síðan sprelllifandi.
Svo eru til þeir sem ganga enn þá lengra og þykjast geta breytt gulli í demanta eða hreyft stóla með hugarorkunni eins og þú nefnir. Þegar öllu er á botninn hvold reynast þeir ekki meira en sorglegir loddarar, sbr.
http://www.youtube.com/watch?v=QlfMsZwr8rcÁstæðan fyrir því að þessi “orka” sem þú talar um er sögð vera yfirnáttúruleg er vegna þess að hún virðist vera óháð lögmálum náttúrunnar. Um leið og haldbær rök kæmu fram á yfirborðið sem styddu tilvist þessarar orku þá myndi hún að sjálfsögðu hljóta að teljast náttúruleg. Málið er bara að um leið myndi hún kollvarpa öllum lögmálum vísindanna sem yfirgnæfandi magn af staðreynd styðja, þess vegna hítur að teljast virkilega óliklegt að hún sé til.