Sem gerðist í gærnótt.
eins og vanalega vaknaði barnið okkar (4ja mánaða) um kl. 3 að nóttu og öskraði á mat móðirin tekur hann alltaf upp í rúm og hann er a milli okkar og ég fer að hita mjólk.
Nokkru seinna þegar hann hefur borðað verður hann mjög órólegur og mér finnst eins og hann klóraði mig. Hann hefur sjaldan klórað mig svona illa og ég athugaði fingurnar á honum … nánast engar neglur. aðeins nokkrum sekúndum fer brunaskynjarinn í gang! og ég er ekki að tala um bíppið sem hann gefur frá sér vegna hann er að verða straumlaus.. hann bíppaði a.m.k. 6-7 sinnum og ég stökk af rúminum, út úr herberginu .. þefaði út í loftið … enginn bruni og bjallan hætt…
Við gátum varla sofnað og ég fór á salernið og hún leit í ískapinn og sáum að ljósið inná baðherbergi flökkti rosalega.
Nóttin leið án annarra tilvika.
Ein undarlegasta nótt sem ég hef upplifað og þegar maður er hálf sofandi bætist bara við ímyndunaraflið enn frekar :P