Ok mig dreymdi um daginn draum sem var frekar furðulegur.
Draumurinn var svona:
Ég sat heima hjá pabba mínum ástamt öðru fólki sem ég man ekki hverjir voru. Pabbi minn er að haga sér skringilega og segir allt í einu, “ég verð að fela hassið þetta eru 15 kíló” svo tekur hann upp stóran bunka af einhverju sem vænanlega var hassið.
Eftir að hafa falið hassið þá segir hann að hann vilji fá sér í glas en ég segi við hann “nei, villtu ekki frekar fá þér djús eða vatn”. Þá opnar hann ískápinn og tekur djúsfernu og byrjar að hella í glas, svo ætlar hann að hella í annað glas en hittir ekki á glasið og sullar niður, svo næst tekur hann tvo spritt kerta kertastjaka og hellir djús i þá. Þegar hann er búinn að hella í glösin og stjkana tekur hann þá upp og hendir þeim í ruslapoka. Eftir þetta vakna ég.
______________________________________________________
Seinast þegar mig dreymdi mjög raunverulegan draum þar sem mér fannst ég vera á staðnum og stjórnaði aðgerðum mínum í draumnu kom dáldið furðulegt upp daginn eftir. Mig dreymdi að ég væri í bíl að keyra á miklubrautinni og svo beygi ég inn á fráreyn og keyri yfir konu sem er að labba yfir götuna. Svo keyri ég bara áfram og vakna skömmu síðar. Svo daginn eftir kemur í fréttunum að keyrt hafi verið yfir konu á Miklubrautinni um nóttina og hún lét lífið. Fannst þetta ekki lítið spúkí en ég pældi ekkert of mikið í þessu.
_________________________________________________________
Mig dreymir oft drauma sem eru rosalega furðulegir og stundum eftir þá drauma gerist eitthvað hjá fólkinu í draumunum.
Ég er alls ekki að segja að ég sé skygn eða neitt svoleiðis enda er ég mjög efasamur í garð slíkra fyrirbæra. En mér þykir þetta samt sem áður forvitnilegt.
Hvað finnst ykkur?