Mér bara líkaði ekki hvernig hann orðaði þetta og fyrir marga þá er þetta árás. Skyldi hann orða þetta betur þá hefði ég ekki svarað.
Hvernig átti hann að orða þetta öðruvísi? þetta er bara einföld staðreynd. Í kristi er guð afl sem er utan tíma og rúms og hann er hið góða og sannleikurinn. Guð er bara 100% náð eins og hann bennti réttilega á og því er hann algóður, hann er í rauninni nokkurskonar mælistika á því hersu mikið af góðu er til.
Guð skapaði upphaflega manninn með þeim eiginleika að geta breytt rétt, með tilstilli náðargáfu (nokkurskonar partur af guði), því er allt sem er gott með einum eða öðrum hætti komið frá guði. Eftir hremmingarnar í Eden tók guð hins vegar þessa náðargáfu í burtu og því erum við fallnar verur.
Þar sem maðurinn þarf að styjast við náð til að breyta rétt samkvæmt kristni og guð er bara 100% náð hvernig á maðurinn að geta breytt rétt án tilstilli náðar? Við erum fallnar verur og því getum við ekki gert góðverk af sjálfum sér.
Skilur þú þetta núna? endilega segðu mér síðan hvað þér líkaði ekki við. Ef þú kallar þetta árás þá ertu í rauninni bara að kalla kristna trú árás.