Málið var að ég var alveg að sofna í herbeginu mínu þegar mér byrjar að líða eins og það sé ekki neitt rúm undir mér og ég sé bara svífandi, síðan sé ég pabba minn sem er látinn. síðan koma rakvélarblöð eitthvað við söguna, man hinsvegar ekki hvort ég hafi lent á þeim allt í einu eða hvort eitthvað hafi verið svona skerandi mig með rakvélarblöðum og ég get eiginlega ekki lýst þessu nema þetta var svona óþæginlegasta sem ég hef lent í á ævi minni og ég er mjög ánægður að hafa ekki lent í þessu aftur.
Seinni skiptin þá fattaði ég alveg hvað var að gerast og mér leið bara eins og ég væri að svífa og augun mín fóru svona hálfgert úr fókus, allt var svífandi í kringum mig og þetta var eitthvernveginn mun þæginlegra heldur en fyrra skiptið og eiginlega bara skemmtilegt.
Getur eitthver sagt mér hvernig maður segir svefnrofalömun á ensku?
In pursuit of happiness.