Þetta er ekkert rosalega flókið, það er vissulega sannað mannslíkaminn léttist um nokkur grömm þegar fólk deyr. Sumir halda því fram að þetta séu “sálir” manna að fara úr líkama hans sem margar hverjar eru síðan draugar. Þessi ósýnilega mannvera sem er aðeins nokkur grömm á þyngd, hvernig í andskotanum á hún að geta lyft geisladisk og hvað þá sett hann í tækið heima hjá þér? þetta er ekkert voðalega flókið. Svo annað, persónuleiki og allir lærðir hlutir eru í heilabúinu á þér, hvernig getur draugur sem hefur augljóslega engan persónuleika og er álíka greindur og grindverk haft vit á því að spila geisladisk?
Svo annað, geturu komið með eina sönnun á því að draugar séu til? þá er ég að tala um eitthverja almennilegar en ekki myndband af eitthverjum fávitum á youtube. Nei þú getur það ekki, afhverju helduru að það sé?