Jamm, ég ætla að skjóta þessu hérna inní, þar sem mig langar að hjálpa þér að útskýra fyrir þessu liði hversvegna rökstuðningur er óþarfur með þessari fullyrðingu að Guð veiti hjálp.
Þetta er í rauninni sáraeinfalt. Fólk hefur leitað til trúar í baráttunni sinni gagnvart hinum ýmsu vandamálum og feingið lausn á þeim. Það hefur oftar en ekki verið án afskipta annarra, í sumum tilvikum smávægileg atvik og í öðrum svo stórmerkileg að helst mætti líkja við kraftaverk.
Eina önnur skírinin er að halda því fram að vandamálin hreinlega lagist af sjálfu sér. Ef það væri tilfellið þá væri fólk að sjálfsögðu búið að komast upp á lagið með það og það myndi ekki hvarfla að nokkrum manni leingur að eyða tíma sínum né kaloríum í að reyna að leisa úr þeim.
Fyrir mér er þetta ósköp einfalt, það er einhver óútskýranlegur kraftur til sem er mér stundum til góða. Ég hef ekki hugmynd um hvað hann kallar sig eða hvort hann kalli sig yfir höfuð eitthvað, en til að gera málið einfaldara fyrir sjálfum mér, þá kýs ég að kalla hann/hana/það, Guð!
Varðandi ykkur hin sem ekki hafa hlotið reinslu af slíkri aðstoð sem ekki er hægt að útskíra með “eðlilegum” hætti hef ég aðeins það eitt að seigja, að mér þykir það miður að þið skuluð verða að bestu bitunum, en ykkur til huggunar þá get ég sagt ykkur að ekki sé öll von úti enn, því eins og við vitum þá er alltaf hægt að verða reinslunni ríkari síðar á lífsleiðinni.
Hvað mína reynslu varðar þá get ég aðeins sagt ykkur sögur af því hvað hefur gerst sem veitir sjálfum mér trúarsannfærinu. Mínar reynslur eru að sjálfsögðu aðeins sögur þegar ég ber þær á bort til annarra og niðurstaðan er að lokum sú að það byggist alltaf á trú ykkar sjálfra hvaða afstöðu þið takið.
Ef trú ykkar er andstæð minni, þá geri ég mér fyllilega ljóst að það er líklega ekkert sem ég get sagt til að breita ykkar skoðun á málinu og í sannleika sagt þá er mér nokkuð skít sama að öllu öðru leiti en kanski því að stundum leiðist mér og þá hef ég gaman af því að drepa tímann með því að eiga í skoðanaskiptum eða jafnvel þrætum við fólk hérna á Huga og á nokkrum öðrum stöðum.
Með öðrum orðum trúin er þess eðlis að vera trú eða skoðun en ekki grjótharðar vísindalegar staðreindir, og þess vegna þarfnast hún ekki rökstuðnings eins og vísindin. Og nákvæmlega þetta atriði með rökstuðninginn er akkúrat það atriði sem greinir vísindi frá trú sem hinar fullkomnu aðstæður.
.
Bætt við 4. september 2008 - 09:52
“fullkomnu andstæður” afsakið :þ