hmm… Það eru mjög fá svör þarna hjá þér sem koma textanum mínum eitthvað við.
Ég skal svara nokkrum sem virkilega koma málinu við.
Það er auðvelt að vera góður við náungann, en hvað með að ljúga aldrei, hugsa aldrei illt og öfunda aldrei?
Ég lýg, hugsa illt og öfunda af því að það er mér eðlislægt sem manneskju. Það eru þeir hæfileikar sem gera mig hæfan til að lifa af.
Ég er hins vegar góð manneskja og ég reyni að láta þetta bitna sem minnst á öðrum.
Tíminn gerir allt.
Wtf?
Guð myndi ekki stoppa einhvern í að myrða eitthvað af reiði eða af öfund, Guð gaf mannkyninu frjálsan vilja. Frjálsan vilja um að vera hollur Guði eða bíta epli af forboðna trénu.
Viltu virkilega fara í gegnum þetta aftur?
Af hverju skapaði guð þetta val? Af hverju skapaði hann möguleikann á því að bíta í hið forboðna epli?
Og af hverju skapaði hann ekki þriðja valkostinn?
Frjáls vilji er þversögn og bull. Við höfum ekki frjálsan vilja. Við höfum val á milli góðs og ills. Af hverju höfum við ekki 3ja möguleikann? Hvernig getur þetta verið frjálst val ef við fáum bara að velja á milli þeirra möguleika sem hann ákvað að skapa?
Af hverju skapaði hann ekki endalaust marga möguleika? Þá virkilega hefðum við frjálsan vilja!
Af hverju skapaði hann manneskjuna þannig að hún verður fyrir áhrifum af umhverfi sínu þannig að sá sem elst upp í fátæku umhverfi er líklegri til þess að taka slæmar ákvarðanir og þar af leiðandi hefur hann ekki beint frjálsan vilja heldur lætur stýrast af aðstæðum sínum?
Meikar það sens? Að góður guð myndi gera þetta sem elskar mann?
Og hann hefur ekki einu sinni fokkin fyrir því að sanna að hann sé til svo maður VITI að maður sé að taka rétta ákvörðun með að vera kristinn?
NEI. ÞAÐ ER EKKERT VIT Í ÞESSU
Það er vit í þessu öllu ef horft er á þetta með augum félagsfræði og afbrotafræði. Þetta meikar allt sens í gegnum augu vísindanna.
Af hverju eru hvalir með flatann sporð?
Af hverju er spóinn með langan gogg?
Af hverju er olía í jörðinni?
Hvernig urðu til svona mismunandi tegundir af fjöllum?
Af hverju er móberg á íslandi?
Af hverju er atlashafið að gliðna í sundur?
Af hverju þrengist miðjarðarhafið?
Af hverju eru finkur á galapagoseyjum með mismunandi gogga?
Af hverju er jarðskorpan lagskipt?
Af hverju kemur sólin upp?
Ekkert af þessu meikar sens í gegnum biblíuna eða guð.
Þetta meikar allt sens í gegnum augu vísindanna.
Nenniru plís að hætta að tala um hreyfiorku eða eitthvað í þá áttina.
Og að lokum
Því það eru ekki næg sönnunargögn fyrir hendi, þess vegna sannfærist ég ekki.
ónei ónei karlinn minn. Þú hefur sko sannarlega ekki efni á að segja þetta.
Þessi setning er heilög og þú hreinlega hefur ekki efni á því að halda þessu fram.
Veistu af hverju? Af því að þá væriru að ljúga. Og það gerðiru.
Vegna þess að þú veist vel að þú kýst að trúa biblíunni, þú trúir á guð og telur þig kristinn án þess að hafa VOTT af sönnunargögnum eða neitt yfir höfuð sem bendir til þess að til sé, eða hafi nokkur tímann verið, guð í þessum heimi.
Hvað þá að rit eftir hirðingja fyrir 3000 árum eigi sér stoð í raunveruleikanum