Fyrirlítur guð ekki homma og konur?
Nú ertu doltið að velja og hafna úr biblíunni og það er greinilegt á þessum orðum þínum að þú lagar kristni að þínum eigin siðferðisreglum en ekki öfugt og þar með ertu hræsnari ef þú segir að trúin viðhaldi siðareglum þínum.
En ég ætla að leyfa mér að sýna fram á að hvert eitt og einasta boðorð er úrelt:
http://en.wikipedia.org/wiki/Ten_CommandmentsVið skulum fara eftir lútherska dálkinum þar sem við könnumst best við hann.
1. Þú segir að þetta sé sjálfsagt þar sem að guð skapaði reglurnar. Segir íslenska ríkið okkur að dýrka sig eins og eitthvað fasistaríki? Bannar það okkur að flytja til annarra landa?
Og þú ert sjálf/ur sek um að brjóta þetta boðorð, sama hversu góð manneskja þú ert, þar sem þú hefur gert þér falsgoð þegar þú segir að guð fyrirlíti ekki homma. Þá ertu að laga guð að einhverri mynd sem þú vilt, í stað þess að dýrka hann eins og hann er.
Þetta er brot á fyrsta og æðsta boðorðinu.
2. Djísus kræst, Guð minn góður… hver er ekki sekur um þetta? Er hann virkilega að fara að refsa öllum íslendingum fyrir þetta?
Þú gætir sagt að hann fyrirgefi þeim sem yðrast… gæti verið. En getur fólk sagts iðrast ef það heldur áfram að leggja nafn drottins guðs við hégóma? Fyrirgefur hann barnaníðingum og raðmorðingjum bara af því þeir iðrast?
Að refsa fólki fyrir að nota íslenska málhefð er algjörlega út í hött.
3. Hvernig helduru að hagkerfið færi ef allt myndi loka á laugardögum? Hvað með þá sem gleymdu að kaupa nóg í matinn? Allir þeir sem hafa farið niður í bæ að skemmta sér á föstudegi eða laugardegi er sekir um brot á þessu boðorði. Ætlar guð að setja sektarstimpil á alla þá sem vilja fá sér bíltúr á laugardegi?
út í hött.
4. Hvað með drykkfelda feður sem lemja börnin sín? Hvað með drykkfeldar mæður sem lemja börnin sín?
Hvað með alla þá foreldra sem eru ekki góð við börnin sín?
Ég þekki nokkra foreldra sem eiga enga virðingu skilið, alla vega ekki að minni hálfu.
5. En hvað með sjálfsvörn? Hvað með þegar það er ekkert annað í stöðunni en að aflífa þann sem vill þér illt?
Auk þess, ef þú hefðir lesið nýja testamentið þá lítur Jesú á hatur í garð annars sem morð
http://www.biblegateway.com/passage/?search=mattheus%205:%2021-22;&version=18;Hefur þú aldrei haft þá mannlegu tilfinningu að hata einhvern? Að reiðast einhverjum heiftarlega?
Það að ætla að refsa mönnum fyrir mannlegar tilfinningar er út í hött.
6. Hljómar vel. Þó svo að ég þekki hjón sem eru búin að vera saman í fleiri ár og samband þeirra byrjaði með því að hún hélt framhjá þáverandi manni sínum. Er það þá svo slæmt? Þau greinilega henta hvort öðru betur en fyrra hjónaband hennar?
Auk þess segir Jesu um fram hjá hald:
http://www.biblegateway.com/passage/?search=mattheus%205:%2027-28;&version=18;Sem sagt, hver sá karlmaður sem horfir á konu með greddu í huga (allir gagnkynhneigðir karlmenn) eiga sem sagt að svara saka fyrir sínar mannlegu tilfinningar að hafa kynhvöt.
Ef maður hefur horft á rassinn á konu og hugsað: Djöfull er þessi FINE!
Þá er hann sekur um þetta brot
7. Hvað með þegar fátæklingur stelur mat eða lyfjum handa sjúku barni sínu?
Og margir vilja líta svo á að skattlagning sé stuldur. Finnst þér rétt að ríkið steli á hverjum mánaðarmótum 37% af tekjum landans?
8. Hvað með þegar nazistarnir komu bankandi upp á og spurðu um alla gyðingana? Var þá rétt að segja sannleikann og benda nazistunum á að það væru gyðingar að fela sig á háaloftinu? Eða er þá réttlætanlegt að ljúga upp á einhvern.
Mundu að þetta eru endanlegar reglur sem guð setti. Það eru engar undantekningar. Ekki þykjast vera æðri guði og segja hvað sé rétt og hvað ekki, þá ertu að brjóta fyrsta boðorðið aftur, og ef þú virkilega trúir á guð, þá veistu að það er ekki gott mál.
Það rétta í stöðunni, samkvæmt kristni, er að segja nazistunum frá Önnu Frank uppi á háalofti.
9. Af hverju ekki? Öfund er það sem drífur þetta samfélag. Við viljum það sem okkur líður vel með. Okkur langar að líða vel. Við viljum mýkri hægindastóla, betri mat, flottara og stærra hús.
Það er ekkert að því að girnast það sem annar á, það virkar bara sem hvati á samfélagið að leggja harðar af sér.
10. Enn og aftur mannleg tilfinning. Enginn karlmaður getur að því gert ef kona nágrannans er flott.
Ertu kvenkyns?
Þá hefuru kannski tekið eftir því að þessar reglur eru samdar fyrir karlmenn. Það er ekki reiknað með konum sem einstaklingum í kristni. Þær eru meira eins og eigur karlmannsins eins og þú sást í nauðgunarkorkinum. Það skal borga föður stúlkunnar skaðabætur sé henni nauðgað. Þetta er ekki spursmál um andlegan skaða stúlkunnar heldur efnahagslegan skaða föðurins nú þegar búið er að spjalla dótturinni