Fyrir mörgum árþúsundum var maður sem fann upp leið til að kveikja eld.
Svo eftir að hafa lært þetta þá fór hann að kenna fólki hvernig ætti að fara að.
Hann ferðaðist vítt og breitt milli ættbálka og sýndi þeim hvernig þetta gat hjálpað þeim
að halda sér heitum á veturna og næturna og hita hýsin þeirra, hvernig eldurinn gat eldað matinn þeirra.

Þetta var sannarlega frábært og fólk var rosa þakklátt, en eftir að hafa kennt þetta á einum stað
var hann farinn rakleiðis á næsta stað þar sem hann kenndi öðrum ættbálki að kveikja eld.

Manninum varðaði ekkert til að fá þakkir eða verða lofaður, hann vildi bara kenna fólki svo það nyti góðs af.

En prestar í einum ættbálknum fóru að verða afbrygðissamir út í vinsældir þessa manns og hræddust að þeirra völd myndu hrörna svo þeir drápu hann með eitri.
Fólk fór að gruna hvort annað en prestarnir voru klókir og beindu athyglinni af sér.
Þeir létu þegna ættbálksins reisa styttu honum til heiðurs og við fætur hans settu þeir eldfæri.
Svo helguðu þeir nafn hans og gerðu hann að heilögum verndara ættbálksins.

Fólk heiðraði og dýrkaði manninn í áratugi, árhundruð þar á eftir. En það var enginn eldur.

-

Svo spyr fólk sig, hvað er bæn? - Dýrkun á nafni og gjörðum mannsins sem fann upp eldinn er ekki bæn. Heldur eldurinn sjálfur.

Kveikið eld!


(ég er spiritual guð/trúleysingi for the record)

Bætt við 19. ágúst 2008 - 20:00
Söguna þýddi ég frá http://www.youtube.com/watch?v=1vmTSdxxnTw - skoði þetta sem skoða vilja.

Heillaóskir :)