Eitthvað af skyggnum í minni fjölskyldu, þó mig dreymi yfirleitt eitthvað skrítið og sé stundum fáranlega hluti.
Eina nótt vaknaði ég í svitabaði, skelfingu lostinn og leit í kring um herbergið og sá unga stelpu, ekki eldri en 9 ára, í hvítum kjól með mjög dautt andlit. Eða þ.e.a.s. engan svip og starði á mig, ég blikkaði MARGOFT augunum en hún var ennþá þarna og þegar ég var að fara úr rúminu var eins og hún blandaðist umhverfinu, rétt eins og slökkt er á sjónvarpi en þú sérð enn myndina áður en hún hverfur alveg úr augunum.
Meðal annara skrítna tilvika sem ég nenni ekki að skrifa hér :)
Systir mín sá einnig furðulega hluti t.d. frá ungabarns aldri var hún oft að líta annað en á foreldra sína þegar þeir reyndu að fá athyglina og rak oft upp úr.
Svo þegar hún var eldri var hún OFT að benda á einhver “mann” sem var þarna, frekar gamall, sagði hún… áður en foreldrar mínir fengu íbúðina sem þau bjuggu í dó gamall maður þar…
Annars er skemmtileg bók þar sem fólk hefur fundið hluti sem það dreymir á undarlegustu stöðum.
Eitt tilvik er skrifað og beinin eru í safni í Reykjavík þar sem afi minn dreymdi að hann var að hlaupa undan þremur mönnum sem voru að elta hann. Hann var klæddur í gamaldags fötum og vopnaður sverði. Þegar hann ákvað loks að hætta að flýja og berjast réðst aðal foringi hópsins að honum en missti marks og “afi” hjó sverðhendina af foringjanum. Hinir tveir sem voru með honum flúðu og foringinn öskraði mjög, afi vaknaði eftir það.
Morguninn eftir fór hann á staðinn sem hann hélt að atvikið gerðist en fann ekkert svo hann gróf um aðeins og VITI MENN… mannabein, sverð og það vantaði hendina á líkið.
Þar sem ég veit einfaldlega ekki betur vík ég ekki þeirri hugsun að það er “líf” eftir dauðann, né styð hana. Það er fullkomlega hægt að segja að fáfræði manna samkvæmt þeirri reynslu að slíkt sé ekki til án nokkurar sannana, en sannanir eru af skornum skammti eða engar eru til. Þar sem EKKI er hægt að mæla út stærð alheimsins, er hægt að segja að hann sé endalaus? … hver veit?